NMB

Um nemendafélagið

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar (NMB) hefur verið starfrækt frá stofnun skólans eða allt frá árinu 2007.

Stjórn nemendafélagsins skipa fimm nemendur: formaður, gjaldkeri, ritari, skemmtanastjóri og meðstjórnandi. Fjórir fulltrúar í stjórn félagsins eru kosnir í lok skólaárs að vori en einn fulltrúi, meðstjórnandinn, er kosinn að hausti og er hann fulltrúi nýnema í stjórninni. Nemendafélagið gegnir þeirri ábyrgð að vera tengiliður nemenda og stjórnenda skólans ásamt því að standa fyrir skemmtilegum uppákomum fyrir nemendur skólans.

Sem dæmi um á viðburði sem NMB hefur staðið fyrir árlega má nefna opin hús í nemendarými í kjallara skólans, nýnemaferð, söngkeppni, Lazer Tag mót, West Side, árshátíð og vordaga. Auk þess aðstoðar nemendafélagið við uppsetningu leiksýningar sem Leikfélag MB stendur fyrir ár hvert. Margir viðburðir NMB eru haldnir í tengslum við samstarf við aðra framhaldsskóla. Söngkeppnin er haldin til þess að velja fulltrúa skólans í söngkeppni framhaldsskólanna og tvö efstu sex manna liðin í Lazer Tag mótunum keppa fyrir skólans hönd á framhaldsskólamóti í Lazer Tag. West Side er íþróttakeppni milli þriggja skóla á Vesturlandi, MB, Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Að keppninni lokinni er haldið sameiginlegt ball og skiptast skólarnir á um að halda það.

Mikil aðsókn er að árshátíð skólans sem haldin er að vori. Þar mæta nemendur, kennarar og aðrir gestir í sínum fínustu fötum, sitja fyrir á myndum og borða frábæra þriggja rétta máltíð. Á meðan á máltíðinni stendur sjá kynnar og þekktir gestir um skemmtunina. Síðar um kvöldið er ball í sal skólans. Opnu húsin eru heldur ekki af verri endanum; nefna má konu- og karlakvöld,  bíó- og sjónvarpsmaraþon, spilakvöld, ýmsar keppnir og fleira. Nýnemaferðin er árlegur viðburður. Hún er farin skömmu eftir að skólinn hefst á haustin til þess að bjóða nýnema velkomna í skólann. 

NMB stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum í þágu nemenda Menntaskóla Borgarfjarðar. Félagslífið í skólanum er í örum vexti og nýjar hefðir skapast með nýjum nemendum. Stjórn NMB vill að lokum minna á að notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð á öllum viðburðum á vegum NMB.

 

REGLUR NMB

Lög NMB

I. Almenn ákvæði 

1.1 Félagið heitir Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar. Nafn félagsins er skammstafað NMB. 

1.2 Heimili þess og varnarþing er í Borgarnesi, Borgarbyggð. 

1.3 Markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og stuðla að góðu, fjölbreyttu og heilbrigðu félagslífi. 

1.4 NMB skal stuðla að jafnrétti og virðingu innan félagsins. 

1.5 Brot á reglum NMB er brot á reglum MB og brot á reglum MB er brot á reglum NMB. 

II. Félagsmenn 

2.1 Félagsmenn NMB eru allir skráðir nemendur í MB sem greiða tilskilin félagsgjöld. Öllum sem hafa fasta búsetu í Borgarbyggð, eru á aldrinum 16-25 ára og hafa lokið grunnskóla skal heimill aðgangur að starfsemi NMB, að því tilskyldu að þeir greiði félagsgjöld og gangi að því að virða lög og reglur MB og NMB. 

III. Félagsgjöld 

3.1 Félagsgjald skal ákveðið hverja önn af stjórn NMB í samráði við skólanefnd. Tilkynnt verður um félagsgjöld á aðalfundi. 

3.2 Félagsgjöld NMB skulu innheimt á sama hátt og önnur skólagjöld. 

3.3 Félagsgjöldum NMB skal eingöngu varið til félagsstarfsemi undir merkjum skólans. 

3.4 Félagsmenn NMB sem greitt hafa félagsgjöld skulu greiða lægra gjald en utanfélagsmenn inn á 

viðburði þá sem NMB stendur fyrir. 

3.5 Til staðfestingar þess að félagsgjaldið hafi verið greitt skal afhent sérstakt nemendafélagsskírteini. 

IV. Aðalfundur 

4.1 Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur skal haldinn á vorönn ár hvert. Aðalfundur er aðeins lögmætur ef til hans er boðað með viku fyrirvara. Á fundarboði til aðalfundar skal 

gerð grein fyrir dagskrá fundarins. 

4.2 Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi: 

1. Kosning fundastjóra og fundarritara. 

2. Formaður stjórnar NMB gerir grein fyrir störfum félagsins. 

3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins og svarar fyrirspurnum um þá. 

4. Stjórnir starfandi klúbba gera grein fyrir starfi vetrarins. 

5. Umræður um árskýrslu. 

6. Lagabreytingar. 

7. Önnur mál. 

en 

4.3 Lögum félagsins skal aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Á fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði til meðferðar og skal efni hennar lýst. Því þarf tillagan að hafa borist áður en fundarboð er gefið út. Breytingartillögur við tillögur til lagabreytinga má bera upp á aðalfundi án þess að þær hafi borist áður. Nái tillaga til lagabreytinga samþykki meirihluta fundarmanna öðlast hún gildi. 

4.4 Hægt er að setja bráðabirgðalög í gildi á neyðarfundi og gilda þau að næsta aðalfundi. Stjórn NMB og skólastjórn þurfa að samþykkja lögin einróma. 

4.5 Nýkjörin stjórn á vorönn skal starfa í samstarfi við sitjandi stjórn að þeim viðburðum sem að eru eftir á skólaárinu. Nýkjörin stjórn skal svo taka opinberlega við á aðalfundi eftir kosningar. 

V. Kosningar 

5.1 Kosningarétt hafa allir félagsmenn í NMB. 

5.2 Þeir nemendur sem að stunda hefðbundið dagnám við MB og hafa lokið grunnskólaprófi og eru einnig fullgildir félagar NMB hafa rétt á því að bjóða sig fram í embætti innan félagsins. 

5.3.1 Í kosningum á vorönn er hægt að bjóða sig fram í eftirfarandi stöður: Formaður, Ritari, Gjaldkeri, Skemmtanastjóri, Hagsmunafulltrúi, Formaður leikfélagsins og markaðsstjóri leikfélagsins. 

5.3.2 í kosningum á haustönn er kosinn meðstjórnandi af nýnemum til að starfa í stjórn NMB sem fulltrúi 

þeirra. Auk þess er kosið í skemmtiráð, íþróttaráð, ritnefnd, stjórn getspekifélagsins og eftirstandandi stöður í stjórn leikfélagsins. 

5.4 Í kosningum skulu frambjóðendur bjóða sig fram í hvert einstakt embætti. Ekki skulu vera listakosningar. Sami einstaklingur má hvorki gegna né bjóða sig fram til fleiri en einnar stöðu í senn 

innan NMB. 

5.5 Kosningastjórar skulu vera tveir auk félagsmálafulltrúa. Kosningastjórar sjá um undirbúning kosninga, framkvæmd þeirra og talningu atkvæða ásamt félagsmálafulltrúa. Kosningarstjórar skulu vera valdir af stjórn NMB í samráði við skólastjórnendur. Félagsmálafulltrúi skal hafa e kosningastjóra og veita aðstoð ef upp koma álitamál. 

5.6 Kosningastjórar skulu ekki vera í framboði og gæta hlutleysis í hvívetna. Þeir skulu sjá um að kosningabarátta fari fram samkvæmt þessum reglum og til þeirra skal leita með dagleg ágreiningsmál. 

5.7 Framboð skulu hafa borist fyrir auglýstan tíma. Kosningarstjórar staðfesta að framboð séu lögleg. Framboð telst löglegt ef framboði hefur verið skilað innan auglýst tíma. 

5.8 Ekki má framlengja framboðsfrest, nema sú staða komi upp að enginn bjóði sig fram í neina stöðu. Ef ekki fæst framboð í allar stöður skal nýkjörin stjórn boða til kosninga í laus embætti. Ef frambjóðandi er einn í framboði þarf hann 2/3 greiddra atkvæða til að hljóta kosningu. 

5.9 Sá frambjóðandi sem flest atkvæði hlýtur í viðkomandi embætti telst réttkjörinn. 

5.10 Allir frambjóðendur verða að halda framboðsræðu á framboðsfundi. Tími og staðsetning 

framboðsfundar skal ákveðinn af kosningastjórum. Á framboðsfundinum skal hver og einn frambjóðandi 

að minnsta kosti kynna nafn sitt og í hvaða embætti hann býður sig fram. 

5.11 Fundarstjóri hefur vald til að gefa orðið laust í lok framboðsfundar, ef aðstæður leyfa. 

5.12 Kosningastjórar skipa fundarstjóra. 

5.13 Frambjóðendur og/eða stuðningsmenn þeirra mega auglýsa í skólanum, þó ekki fyrr en nöfn allra frambjóðenda hafa verið birt af kosningastjórum. 

5.14 Hverjum frambjóðanda er heimilt að hengja upp auglýsingar innan skólans, sem þó særi ekki 

siðferðisvitund nemenda eða þar sé um persónuárásir að ræða. 

5.15 Auglýsingar á veggjum skólans skulu vera farnar niður að morgni kjördags og er hverjum frambjóðanda skylt að taka niður sínar eigin auglýsingar. Áróður á kjörstað er ekki leyfður og skulu kosningastjórar sjá um að því sé framfylgt. 

5.16 Sé einstaklingur staðinn að því að valda spjöllum á auglýsingum frambjóðanda, missir sá hinn sami 

atkvæðisrétt sinn í kosningum þeim sem á eftir fylgja. 

5.17 Kosningastjórar ásamt skólameistara / kennara taka afstöðu í öllum álitamálum. Frestur til kæru vegna kosninga er ein vika eftir kosningadag. 

5.18 Kjörseðlar skulu verða geymdir í viku þar til kærufrestur rennur út og öll álitamál leyst. 

5.19 Ef meðlimur stjórnar NMB getur ekki sinnt störfum af einhverjum ástæðum eða hættir í skólanum getur stjórn NMB skipað í viðkomandi embætti til bráðabirgða til næstu kosninga. 

5.20 Ef að embættismaður segir af sér skal stjórn NMB halda kosningar í viðkomandi eigi síðar en einum mánuði eftir brottfall. 

5.21 Ef atkvæði falla jöfn í kosningum skal kosið aftur á milli þeirra frambjóðenda sem jafnt var á milli. 

Ef aftur er jafnt skal varpa hlutkesti á hvor frambjóðandi hlýtur stöðuna. 

VI. Stjórnskipan 

6.1 Stjórnarmeðlimir í stjórn, stjórn klúbba, ráða eða nefnda skulu alltaf vera nemendur við MB. 

6.2 Stjórn NMB 

6.2.1 Stjórn NMB er skipuð formanni, ritara, gjaldkera, skemmtanastjóra og meðstjórnanda. 

6.2.2 Stjórn NMB hefur yfirumsjón með framkvæmdum og rekstri nemendafélagsins. 

6.2.3 Stjórn NMB hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum NMB. Formenn klúbba/nefnda/ráða skulu þó njóta trausts og sjálfstæðis, fari þeir að reglum. 

6.2.4 Stjórn NMB hefur yfirumsjón með starfsemi allra nefnda, ráða, félaga og klúbba er heyra undir NMB og hefur rétt til að sitja fundi þeirra og hafa tillögurétt og málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. 

6.2.5 Ef atkvæði falla jöfn innan stjórnar við afgreiðslu einhvers almenns máls, skal formaður hafa 

oddaatkvæði. 

6.2.6 Ef atkvæði falla jöfn innan stjórnar við afgreiðslu einhvers máls sem varðar fjárútlát, skal gjaldkeri hafa oddaatkvæði. 

6.2.7 Stjórn skal sjá til þess að stofnaðar verði nefndir, ráð, klúbbar og félög til að fullnægja þörfum nemenda og skulu þær starfa samkvæmt lögum NMB og öðrum reglum sem stjórn setur. 

6.2.8 Stjórn getur einnig boðað til þings ef ráðið telur þörf á. Einnig er stjórn skylt að boða til þings ef 25% félagsmanna æskja þess. 

6.2.9 Stjórn NMB ásamt félagsmálafulltrúa sjá um að halda utan um öll tæki nemendafélagsins 

6.2.9 Formaður NMB skal koma fram sem fulltrúi félaga í NMB gagnvart yfirvöldum skólans og aðilum utan hans. Hann skal leitast við að efla einingu félagsmanna NMB og stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. Einnig skal hann koma fram sem fulltrúi funda og sjá um stjórn þeirra, en má þó skipa fundarstjóra úr hópi fundarmanna í sinn stað. Formaður er jafnframt fulltrúi nemenda í skólanefnd og hefur rétt til setu á fundum hennar. Þar skal hann koma á framfæri málefnum þeim sem nemendum eru hugleikin er varða samskipti við stjórn skólans. Ef nemandi/nemendur leita til formanns með mál sem fara skal með á skólanefndarfund skal hann gæta þagnarskyldu sé þess óskað. Formaður skal undirrita alla samninga á vegum NMB og skulu þeir samningar standa einir gagnvart NMB. Formaður skal gegna starfi gjaldkera í fjarveru hans. 

6.2.10 Ritari er ábyrgðarmaður alls útgefins efnis á vegum NMB að undanskildu skólablaðinu Eglu, þar hefur ritari tillögu- og athugasemdarétt. Ritari skal sjá um ritun fundargerða allra funda og þinga á vegum NMB nema annað sé ákveðið. Ritari skal einnig halda utan um markaðsmál félagsins, auglýsinga- og styrktaraflanir. Hann skal sjá til þess að viðburðir og fundir á vegum nemendafélagsins séu auglýstir með góðum fyrirvara með helstu upplýsingum. Ritari hefur yfirumsjón með útgáfu félagsskírteina. Ritari skal sjá til þess að þremur eintökum af öllu útgefnu efni félagsins sé haldið til haga á skrifstofu NMB. Ritari skal gegna starfi formanns í fjarveru hans. 

an 

6.2.11 Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjármálum og reikningum nemendafélagsins. Gjaldkeri annast fjárveitingar úr sjóði NMB með samþykki stjórnar NMB. Gjaldkeri skal hafa góða yfirsýn yfir fjárhagslega stöðu félagsins. Hann skal gera yfirlit og fara yfir helstu innkomur og útgjöld á aðalfundi félagsins að vori. Gjaldkeri skal vera lögráða þegar hann tekur við embætti sínu, undantekningar má þó gera á því ef aðstæður eru þannig að enginn lögráða einstaklingur býður sig fram. Þá skal gjaldkerinn gera samning við skólastjórnendur 

6.3 Stjórn NMB skal starfa í góðu samráði við félagsmálafulltrúa sem er einnig tengiliður NMB við 

skólastjórnendur. 

VII. Þing 

7.1 Ef upp koma mál sem þarfnast umræðu og hugsanlega setningu neyðarlaga eða breytingar á högum og umhverfi nemenda skal boðað til þings. Stjórn NMB getur boðað til þings. Boðað skal til þings ef 25% 

nemenda æskja þess. Stjórn NMB skal taka beiðni um þinghald fyrir á næsta stjórnarfundi og þingið skal halda eigi síðar en hálfum mánuði frá því að beiðni liggur fyrir. Beiðni um þing skal berast stjórn NMB í formi undirskriftalista. Þing skal fjalla um hagsmunamál nemenda, starfsemi félagsins, svo og önnur mikilvæg mál sem upp kunna að koma. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslum á þingi. 

ur: 

7.2 Þing telst löglegt ef til þess er boðað með þriggja kennsludaga fyrirvara. Á fundarboði skal dagskrá þess kynnt. 

7.3 Formaður NMB boðar til þings og stjórnar þeim. Honum er þó heimilt að skipa fundarstjóra í sinn 

stað. 

7.4 Ritari skal sjá um ritun fundargerða. 

7.5 Kennarar og aðrir starfsmenn skólans hafa málfrelsi og tillögurétt á þingi en ekki atkvæðisrétt. 

7.6 Þing hefur ekki ályktanavald nema 25% félagsmanna sitji fundinn. Bjóða má til framhaldsþings með sambærilegum hætti og til framhaldsaðalfundar. 

VIII. Klúbbar og félög 

8.1 Klúbbar 

8.1.1 Áhugahópum innan skólans skal leyft að starfa innan vébanda NMB í formi klúbbs eða félags. 

8.1.2 í stjórn hvers klúbbs/félags eru tveir aðilar. Auglýsa þarf eftir sjálfboðaliðum í stjórnarstöður og ef þrír eða fleiri bjóða sig fram skal boða til kosninga. 

8.1.3 Stjórn klúbbanna/félaganna getur sótt um fjárstyrk til stjórnar með því að leggja fram fjárhagsáætlun 

og gera grein fyrir útgjöldum. 

8.2 Stjórn NMB skal sjá til þess að kosningar séu haldnar í stjórnum leikfélagsins og getspekifélagsins auk annarra klúbba sem eru starfandi. Kosningarnar skulu fara fram á haustönn. Auk þess skal stjórn sjá til þess að starfsemin sé kynnt. 

nna 

8.3 Leikfélag NMB 

8.3.1 Leikfélag NMB ber nafnið Svl en alltaf skal því haldið til haga að leikfélagið sé hluti af nemendafélaginu. 

SBT 

GBA 

8.3.2 Leikfélagið skal sjá um uppsetningu leiksýningu(m) á skólaárinu. 

8.3.3 Stjórn leikfélagsins er skipuð fjórum aðilum, formanni, markaðsstjóra og tveimur meðstjórnendum. 

8.3.4 Kosningar í stjórn skulu fara fram að hausti. 

8.3.5 Stjórn leikfélagsins starfa í samráði við stjórn NMB. 

8.3.6 Formaður Leiklistarklúbbs er sjálfkjörinn framkvæmdastjóri leiksýningarinnar. 

8.3.7 Stjórn leikfélagsins skal í samráði við félaga þess og stjórn NMB sjá um val á leikstjóra og leikverki. 

8.3.8 Stjórn leikfélagsins skal skila kostnaðaráætlun til stjórna NMB og fá hana samþykkta áður en 

gengið er frá samningum við leikstjóra og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar gerðar. 

8.3.9 Leikfélagið skal vera reiðubúið til að standa fyrir uppákomum t.d. á árshátíð á vorönn. 

8.3.10 Nemendur MB eiga að njóta forgangs í leikfélagi skólans. Þar með talið í leikritinu þegar skipa á í hlutverk þannig að nemendur MB fái aðalhlutverkin. Ef skráning í leikfélagið gengur svo illa að starfsemi þess getur ekki gengið almennilega má leita annað t.d. í efstu bekki grunnskólans. 

8.4 Getspekifélag NMB 

8.4.1 Getspekifélag NMB skal sjá um að senda lið í spurningakeppni framhaldsskólanna; Gettu Betur, en hún fer fram í byrjun vorannar. 

8.4.2 í stjórn getspekifélagsins skulu vera þrír aðilar sem kosnir eru að hausti til. 

8.4.3 Undirbúning fyrir Gettu Betur skal hefja á haustönn. 

8.4.4 Leitast skal eftir því að ráða þjálfara til að þjálfa keppnislið. Keppendur þurfa að vera af báðum kynjum. 

8.4.5 Keppnisliðið er skipað þremur aðalmönnum og einum varamanni. 

8.4.6 Sé áhugi það mikill að fleiri hafi áhuga á að taka þátt enn rými sé fyrir í keppnisliðinu skal halda 

keppni um miðja haustönn. 

8.4.7 Stjórn getspekifélagsins skal starfa í góðu samráði við stjórn NMB, sérstaklega varðandi fjárhagslegar skuldbindingar. 

8.5 Gjaldkeri NMB skal sjá um að fjárstyrkjum til klúbba og félaga sé beitt á viðunandi hátt í samstarfi við stjórn NMB. 

8.6 Klúbbar og félög skulu kynna starfsemi sýna á haustönn og taka á móti nýliðum í starfsemina. 

8.7 Þegar auglýst er eftir nemendum í félög skólans skal það gert opinberlega svo allir nemendur NMB hafi möguleika á að taka þátt í starfseminni. Það skal að minnsta kosti gert í tölvupósti og með auglýsingum innan skólans. 

IX. Nefndir og ráð 

9.1 Stjórn NMB skal sjá til þess að kosið sé í eftirfarandi nefndir og ráð að hausti til. 

9.2 Skemmtinefnd NMB 

9.2.1 Skemmtinefnd er skipuð fjórum einstaklingum, að meðtöldum skemmtanastjóra sem er sjálfskipaður formaður nefndarinnar. 

9.2.2 Skemmtinefnd starfar ætíð í nánu samstarfi við stjórn NMB og skal stuðla að margskonar 

skemmtunum. Hún skal sjá um skipulagningu á dansleikjum og kaffihúsakvöldum auk þess sem hún kemur að undirbúningi fyrir árshátíð. 

9.3 Íþróttaráð NMB 

9.3.1 Íþróttaráð er skipað þremur einstaklingum, atkvæðahæsti einstaklingurinn er skipaður formaður. 

9.3.2 Ráðið hefur umsjón með íþróttastarfsemi á vegum nemendafélagsins. 

9.3.2 Heldur það utan um skipulagningu og umsjón íþróttamóta á vegum NMB og þeim mótum sem NMB tekur þátt ít.d. með því að skipa í lið á West Side og á áskorendadeginum. 

9.4 Ritnefnd NMB 

9.4.1.1 Ritnefnd NMB er skipuð fjórum einstaklingum, ritstjóra, aðstoðarritstjóra, markaðsstjóra og greinastjóra

9.4.1.2 Ritnefnd er heimilt að taka til sín fleiri einstaklinga til hjálpar við útgáfu félagsins, svo sem 

ljósmyndara og hönnuði, í samráði við stjórn NMB 

9.4.1 Ritnefnd NMB skal sjá um blaðaútgáfu nemendafélagsins. 

SBJ GBA 

9.4.2.1 Skólablaðið Egla skal koma út á vorönn ár hvert og skal það sem málgagn nemenda vera tvíþætt: Það skal flytja alls konar efni nemendum til fróðleiks og skemmtunar. Það skal einnig segja frá helstu 

viðburðum skólalífsins nemendum til glöggvunar. 

9.4.2.2 Ritnefnd ræður efnisvali, eintakafjölda og stærð í samráði við stjórn NMB. 

9.4.3 Ritnefnd er heimilt að gefa út annað minna efni á milli þess sem Egla kemur út í samráði við stjórn

NMB. 

9.4.4 Ritstjóri er ábyrgðarmaður nefndarinnar og útgefins efnis. Hann skal sjá til þess að allt útgefið efni sé prófarkarlesið og félaginu til sóma. Einnig skal hann sjá til þess að ritara NMB séu afhent 3 eintök af öllu útgefnu efni til varðveislu á skrifstofu NMB. 

9.5.1 Stjórn NMB getur skipað í aðrar nefndir til að sjá um ákveðna þætti í félagslífinu. Slíkt mun alltaf 

þurfa að miðast við áhuga nemenda og þær hefðir sem eiga eftir að skapast. Henni er einnig heimilt að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til undirbúnings og framkvæmda á viðburðum á vegum nemendafélagsins. 

9.5.2 Auglýsa þarf eftir sjálfboðaliðum og ef fjöldi eftirspurna er meiri en þörf er talin vera á er boðað til kosninga. 

X. Vantraust 

11.1 Lýsi meirihluti embættismanna NMB skriflegu vantrausti á embættismann NMB skal málið tekið fyrir á þingi innan tveggja vikna. Þar skulu forgöngumenn tillögunnar rökstyðja hana og viðkomandi embættismanni gefinn kostur á að verja sig. Til að vantraust nái fram að ganga þarf a.m.k. samþykki fullgilds þings. 

XI. Verðlaunaafhending 

12.1 Stjórn NMB getur veitt nemendum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagslífsins og skal 

afhending verðlauna fara fram á árshátíðardeginum eða við brautskráningu nemenda. 

XII. Ýmis ákvæði 

13.1 Allir félagsmenn NMB vinna sjálfboðavinnu að málefnum félagsins. Þó skal stjórn fá frítt inn á alla viðburði sem NMB stendur fyrir, árið sem þeir eru í stjórn. 

13.2 Ef hafa þarf afskipti af nemanda á viðburði á vegum NMB sökum ósæmilegrar hegðunar gæti sá 

hinn sami átt það á hættu að sæta viðurlögum. Viðurlög við broti/brotum eru ákveðin af aðalstjórn NMB í samráði við skólastjórn MB. 

SBJ 

XIII. Lög NMB 

14.1 Til breytinga á lögum þessum þarf meirihluta greiddra atkvæða á löglegum aðalfundi. 

14.2 Stjórn NMB skal sjá um að lögum félagsins sé framfylgt í samráði við skólastjórn. Nemendur geta sjálfir fylgst með löghlýðni samnemenda sinna og stjórna og borið fram kæru til skólastjórnar. 

14.3 Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á löglegum aðalfundi og jafnframt falla önnur 

lög NMB úr gildi. 

14.4 Lögin skulu varðveitt í tveimur samhljóða eintökum. Annað skal geymt á skrifstofu NMB, 

nemendum til halds og trausts og til að hafa við höndina þegar upp koma deilumál innan félagsins sem þarfnast úrskurðar. Hitt eintakið skal varðveitt á skrifstofu skólameistara. Lögin skulu vera aðgengileg öllum á heimasíðu félagsins. Varðveisla laganna er á ábyrgð ritara og skal hann færa allar breytingar inn jafn skjótt og þær eru gerðar. Komi upp ágreiningur túlkar stjórn lögin. Lög þessi skulu vera til undirrituð af formanni NMB og skólameistara til vottunar um að dagsetning á gildistöku laganna sé rétt. Lög þessi taka gildi nú þegar að undangengu samþykki félagsfundar NMB. Við það falla öll fyrri lög og viðbætur 

við þau úr gildi. 

Lög þessi voru staðfest þann/ 

Undirskrfft skólameistara, 

/П1/лими 200 

Undirskrift formanns NMB 

Sneber Bjarhi Teassen