Search

Fyrsti viðburður ársins er Grínkvöld NMB

Grínkvöldið verður fimmtudaginn þann 10. september, húsið opnar klukkan 20:00, Pétur Jóhann byrjar þetta á uppi standi kl 20:30 eftir uppistandið ætlum við að horfa á eitthverja góða grínmynd í smá kósý stemmningu, þar sem covid er ekki alveg búið þurfum við að passa upp á allar sóttvarnarreglur og því eru aðeins 80 miðar í boði. Pantið miða á heimasíðunni okkar og borgið svo í MB hjá matsalnum


Miðasalan er opin þriðjudaginn og miðvikudaginn 8 og 9 september frá 11:20-12:40


Miðaverð er 2500kr  • NMB

Kosningar NMB fara alveg að byrja,

Framboðsfrestur fyrir nýnemafulltrúa er til 14:00 föstudaginn 28.águst nkl.

Framboðsfrestur í nefndir NMB, skemmtinefnd, videonefnd og íþróttanefnd er til 14:00 föstudaginn 4.september nkl.


Kosið verður svo í nýnemafulltrúan þann 1.september og í nefndirnar þann 8. september


Við í NMB viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta í framboði til þess að gera félagslífið skemmtilegra þurfa sem flestir að taka þátt.

Hér koma svo dæmi um hvað hver nefnd sér um að gera:

Íþróttanefnd: Mun sjá um alla viðburði tengda íþróttum í samráði við stjórnina. Koma m.a. að áskorendadeginum og West-side.

Video-nefnd: Mun í samráði við Gunnar sjá um að klippa myndbönd sem NMB gefur út og hanna auglýsingar í tengslum við viðburði.

Skemmtinefnd: Mun vinna með stjórninni í að koma með hugmyndir og framkvæma viðburði. Fá einnig að hjálpa stjórninni að velja artista fyrir böll.
Góðan daginn nýnemar,

Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá er svokölluð Freshman Hellweek í gangi núna til að bjóða ykkur velkomin í skólan. Það er búið að hengja upp auglýsingar um veggi skólans þar sem þið getið séð þær reglur sem þið þurfið að fylgja en einnig getið þið séð þær hér að neðan. Við viljum hvetja ykkur öll til að taka þátt og gera ykkar besta í þessu, enda eru vegleg verðlaun í boði fyrir einn af þeim sem standa sig best. Einnig verður einhver refsing fyrir þá sem standa sig verst. Fyrst og fremst er þetta samt bara til að hafa gaman og munum við hafa einhvern samhristing fyrir alla á næstu dögum.