Search
  • NMB

Kosningar NMB

Kosningar NMB fara alveg að byrja,

Framboðsfrestur fyrir nýnemafulltrúa er til 14:00 föstudaginn 28.águst nkl.

Framboðsfrestur í nefndir NMB, skemmtinefnd, videonefnd og íþróttanefnd er til 14:00 föstudaginn 4.september nkl.


Kosið verður svo í nýnemafulltrúan þann 1.september og í nefndirnar þann 8. september


Við í NMB viljum að sjálfsögðu sjá sem flesta í framboði til þess að gera félagslífið skemmtilegra þurfa sem flestir að taka þátt.

Hér koma svo dæmi um hvað hver nefnd sér um að gera:

Íþróttanefnd: Mun sjá um alla viðburði tengda íþróttum í samráði við stjórnina. Koma m.a. að áskorendadeginum og West-side.

Video-nefnd: Mun í samráði við Gunnar sjá um að klippa myndbönd sem NMB gefur út og hanna auglýsingar í tengslum við viðburði.

Skemmtinefnd: Mun vinna með stjórninni í að koma með hugmyndir og framkvæma viðburði. Fá einnig að hjálpa stjórninni að velja artista fyrir böll.
0 views0 comments